Ryan Reynolds vill kaupa fótboltalið í enskri deild

epa06704249 Canadian actor/cast member Ryan Reynolds (R) poses for photographs as he arrives for the premiere of 'Deadpool 2' the Lotte World Tower Special Outdoor Stage in Seoul, South Korea, 01 May 2018. The movie will open in South Korean theaters on 16 May.  EPA-EFE/KIM HEE-CHUL
 Mynd: EPA

Ryan Reynolds vill kaupa fótboltalið í enskri deild

24.09.2020 - 07:00
Kanadíski stórleikarinn Ryan Reynolds á í viðræðum um að kaupa velska fótboltaliðið Wrexham. Liðið leikur í ensku deildakeppninni, nánar til tekið í fimmtu efstu deild enska fótboltans.

Þó Wrexham sé staðsett í Wales er bærinn nálægt landamærum Englands. Liðið hefur um árabil leikið í ensku deildakeppninni og hæst leikið í þriðju efstu deild Englands. Wrexham liðið greindi sjálft frá því í gærkvöld að Reynolds ásamt öðrum Hollywood leikara, Rob McElhenney væru meðal mögulegra kaupanda.

Breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið í gærkvöld og góðan möguleika á því að Reynolds og McElhenney verði orðnir eigendur Wrexham innan tíðar. Meira að segja Reynolds sjálfur tjáði sig stutt um málið á Twitter reikningi sínum þar sem hann svaraði átta ára gamalli færslu um það að einn góðan veðurdag gæti kanadíski leikarinn dúkkað upp í Wrexham.