Miami einum sigri frá úrslitaeinvíginu

epa08682912 Miami Heat forward Jimmy Butler (R) blocks a shot by Boston Celtics guard Kemba Walker (L) during the first half of the NBA basketball Eastern Conference finals playoff game three between the Boston Celtics and the Miami Heat at the ESPN Wide World of Sports Complex in Kissimmee, Florida, USA, 19 September 2020.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Miami einum sigri frá úrslitaeinvíginu

24.09.2020 - 03:55
Miami Heat er aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta eftir nauman sigur gegn Boston Celtics í Flórída í nótt. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en um miðbik þriðja leikhluta seig Miami framúr. Leikmenn Boston neituðu að gefast upp og komust yfir snemma í fjórða leikhluta. Miami náði aftur forskoti, og þrátt fyrir heiðarlega tilraun Boston tókst Miami að knýja fram þriggja stiga sigur, 112-109. 

Tyler Herro skoraði 37 stig fyrir Miami, Jimmy Butler skoraði 24 stig og tók níu fráköst, Goran Dragic skoraði 22 stig og miðherjinn Bam Adebayo skoraði 20 stig og tók tólf fráköst.

Eftir stigalausan fyrri hálfleik skoraði Jayson Tatum 28 stig í seinni hálfleik og varð stigahæstur leikmanna Boston. Hann tók jafnframt níu fráköst. Jaylen Brown skoraði 21 stig og tók níu fráköst, og Kemba Walker skoraði 20 stig. 

Fimmti leikur liðanna verður háður aðfaranótt laugardags. Með sigri þar tryggir Miami sér austurdeildartitilinn og farmiða í úrslitaeinvígið gegn annað hvort Los Angeles Lakers eða Denver Nuggets.