Dönum ráðið frá því að ferðast til Íslands

24.09.2020 - 16:33
epa08340245 An official stands next to a hand hygiene station as Scandinavians who were stranded in Peru due to COVID-19 arrive at the Copenhagen Airport, in Copenhagen, Denmark, 03 April 2020. On board the SAS flight from Lima, there were approximately 290 passengers, of which 200 are Scandinavian nationals who have been stranded in Peru due to the coronavirus pandemic, since the authorities on 16 March banned all flights to and from Europe for 30 days. The SAS aircraft flew the longest flight ever in the company's history.  EPA-EFE/CLAUS BECH DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - Scanpix Ritzau
Utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn ræður Dönum frá því að ferðast til Íslands eins og sakir standa. Þetta kemur fram í nýjum lista sem ráðuneytið birti í dag. Auk Íslands hefur þremur ríkjum til viðbótar verið bætt á listann; Bretlandi, Írlandi og Slóveníu.

Í öllum tilfellum eru smit í þessum löndum orðin fleiri á viku en þrjátíu á hverja hundrað þúsund íbúa. Þegar tíðnin er orðin svo mikil ráðleggja stjórnvöld í Danmörku landsmönnum að ferðast ekki til landanna að nauðsynjalausu. Nítján Evrópuríki til viðbótar eru á lista danska utanríkisráðuneytisins. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi