Ókunnur hlutur sprengdur á Sandskeiði

23.09.2020 - 00:15
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Kallað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar á Sandskeiði, austan við höfuðborgarsvæðið, um kvöldmatarleytið í kvöld vegna torkennilegs hlutar sem fannst þar í jörðinni. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengdu hlutinn á staðnum, eins og jafnan er gert þegar hlutir sem mögulega eru hættulegir finnast. Ekki hefur fengist staðfest hvers kyns hluturinn var.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi