Navalny útskrifaður af sjúkrahúsi

23.09.2020 - 07:45
epa08686361 An undated, recent handout photo made available by Russian opposition leader Alexei Navalny via his Instagram site shows Navalny (L) together with his wife Yulia Navalnaya at the Charite hospital in Berlin, Germany, issued 21 September 2020. Navalny is treated at the Charite hospital in Berlin since 22 August 2020 for being poisoned with a nerve agent from the Novichok group. In accompanying text Navalny said he was able to breathe on his own all day.  EPA-EFE/ALEXEI NAVALNY HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Alexei Navalny ásamt eiginkonu sinni Júlíu á svölum Charite-sjúkrahússins í Berlín. Mynd: EPA-EFE - Alexei Navalny
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Charite-sjúkrahúsinu í Berlín í Þýskalandi í morgun.

Þar sagði að í ljósi þess hve miklum framförum Navalny hefði tekið væru læknar vongóðir um að hann næði fullum bata.

Navalny veiktist alvarlega á kosningaferðalagi í Síberíu í síðasta mánuði og var lagður þar inn á sjúkrahús en síðar fluttur til Berlínar. Stjórnvöld í Þýskalandi og læknar sem hafa annast Navalny staðhæfa að honum hafi verið byrlað eitur, fengið í sig taugaeitrið novichok.
 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi