Nafn mannsins sem fannst látinn 21. ágúst

23.09.2020 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd: Bragi Valgeirsson - RÚV
Maður sem fannst látinn í Breiðholti í Reykjavík, fyrir neðan Erluhóla, hét Örn Ingólfsson. Örn var 83 ára. Hann fannst 21. ágúst. Það er ekki talið að neitt saknæmt, það er ólöglegt, hafi gerst þegar hann dó.

 

Það tók langan tíma að finna út hver maðurinn var. Þegar einhver finnst dáinn og ekki er vitað hver hann er reynir kennslanefnd ríkislögreglustjóra að finna það út, það er að bera kennsl á hann. Í þetta skipti var það gert með því að fara yfir tannlæknaskýrslur.

Það voru líka tekin sýni úr fólki úr fjölskyldu mannsins og borin saman við sýni úr honum. Það þurfti að senda sýnin til Svíþjóðar og greina þau þar. Þess vegna tók langan tíma að finna út hver maðurinn var.

 

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi