Hundruð hvala strandaðir við Tasmaníu

23.09.2020 - 03:42
epa08687626 People try to rescue stranded pilot whales at Macquarie Harbour, Tasmania, Australia, 22 September 2020. A large rescue mission to save approximately 270 pilot whales has begun. According to reports 90 whales have perished.  EPA-EFE/BRODIE WEEDING / POOLL AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP POOL
Björgunarfólk í Ástralíu segir 200 hvali hafa komist í ógöngur til viðbótar við þá 270 sem fyrir voru í afskekktum flóa í Tasmaníu. Talskona ráðuneytis umhverfismála í Tasmaníu greindi AFP fréttastofunni frá því í gærkvöld að grindhvalirnir 200 hafi fundist um sjö til tíu kílómetrum innar í flóanum. Nú er talið að aðeins tugir hvala séu enn lifandi.

Björgunarfólk var á leið inn flóann þegar talskonan ræddi við AFP. Nýja vaðan fannst við leit úr lofti snemma í morgun að staðartíma, eða í gærkvöld að íslenskum tíma. Hinir 270 fundust á mánudag. Sérstakir dráttarbátar voru notaðir til þess að reyna að teyma þá sem enn voru á lífi í átt að opnu hafinu.
Nokkrir hvalanna sem komið var til bjargar í gær komu sér aftur í ógöngur, líkt og sérfræðingar bjuggust raunar við. Nic Deka, forstöðumaður umhverfisverndarsviðs Tasmaníu, segir góðu fréttirnar hins vegar þær að meirihluti þeirra sem komið var til bjargar haldi sig í dýpri enda hafsins.

Stærsti hluti hvalanna festi sig í sandrifi, sem aðeins er fært á litlum bátum.
Sérfræðingar eru óvissir um hvers vegna hvalir eiga það til að stranda í hópum. Einhverjir telja að það sé vegna þess að grindhvalir séu það miklar hópskepnur að þeir hafi mögulega fylgt einum eða tveimur hvölum sem villtust af leið við fæðuöflun.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi