Gular viðvaranir í nótt vegna snjókomu og skafrennings

23.09.2020 - 23:47
Mynd með færslu
Svona var um að litast á Biskupshálsi um hádegisbilið í dag Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Gul viðvörun tók gildi á Norðurlandi eystra klukkan 22 í kvöld og er í gildi til klukkan tíu í fyrramálið. Spáð er norðanátt, 10-15 metrum á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi og lélegu skyggni. Hætt er við að færð spillist á fjallvegum.

Gul viðvörun tekur svo gildi á Austurlandi klukkan þrjú í nótt. Þar er búist við 10-18 metrum á sekúndu að norðan með snjókomu, en hvassast verður við ströndina. Sú viðvörun er í gildi til klukkan ellefu í fyrramálið.

Suðaustan til á landinu er búist við vindhviðum, allt að 30 metrar á sekúndu, eftir hádegi á morgun.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi