Aðgerðir gegn veirunni hertar í Madríd

23.09.2020 - 16:39
epa08687722 A group of elders drink coffee at a terrace in Usera district in Madrid, Spain, 22 September 2020, one of the areas that has been 'locked' to avoid coronavirus spread. Madrid local authorities launched a plan to avoid the spreading of coronavirus, from 21 September. Residents of a total of 37 health areas of the region have been confined to their neighborhoods for two weeks limiting their mobility and allowing them only to leave their residential areas in order to go to work, to school, University or to attend an emergency. More than 200 local policemen will randomly control around 855,000 residents to prevent infringements.  EPA-EFE/BALLESTEROS
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Sóttvarnaaðgerðir í Madríd og nágrenni verða hertar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar að undanförnu. Til stendur að leita aðstoðar spænska hersins við skimun og sótthreinsun.

Um það bil 850 þúsund íbúum Madrídar, einkum í nokkrum hverfum í suðurhluta borgarinnar, var fyrr í vikunni skipað að halda sig heima að mestu. Þar búa um þrettán prósent borgarbúa, en 24 prósent smita á höfuðborgarsvæðinu eru rakin þangað. Íbúunum er heimilt að fara til og frá vinnu og skóla og leita sér læknisaðstoðar, en ekki fara út fyrir hverfin að öðru leyti. 

Heilbrigðisyfirvöld í Madríd greindu frá því í dag að þessar ráðstafanir dygðu ekki. Herða þyrfti sóttvarnaaðgerðir frá og með næsta föstudegi. Enn liggur ekki nákvæmlega fyrir hverjar þær verða. Ljóst er að vandinn er ærinn. Um það bil eitt þúsund smit hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu á hverja hundrað þúsund íbúa. Það er um það bil þrefalt fleiri en á Spáni að meðaltali. Búið er að loka almenningsgörðum borgarinnar og óheimilt er að hafa kaffihús og matsölustaði opin lengur en til tíu á kvöldin. 

Ignacio Aguado, varaforseti Madrídarhéraðs, kvaðst í dag ætla að leita aðstoðar hersins við skimun fyrir kórónuveirunni og sóttvarnir í þeim borgarhlutum sem verst hafa orðið úti að þessu sinni. Þá skora stjórnvöld á borgarbúa að vera sem minnst á ferðinni og halda samskiptum við annað fólk í lágmarki. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi