David Moyes og tveir leikmenn West Ham með COVID-19

epa05899097 Sunderland manager David Moyes reacts during the English Premier League soccer match between Sunderland FC and Manchester United at the Stadium of Light, Sunderland, Britain, 09 April 2017.  EPA/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with
 Mynd: EPA

David Moyes og tveir leikmenn West Ham með COVID-19

22.09.2020 - 19:12
David Moyes, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham og tveir leikmenn liðsins, hafa greinst með kórónuveiruna. Þeir voru því ekki hluti af liðinu sem er að spila við Hull City í enska deildarbikarnum. Liðið lék við Arsenal um helgina.

Á vef BBC kemur fram að leikmennirnir tveir séu Issa Diop og Josh Cullen.  Sá fyrrnefndi lék allan leikinn gegn Arsenal um helgina.

Félagið fékk fréttirnar af jákvæðu niðurstöðunni úr sýnatökunni þegar liðið var að undirbúa sig fyrir leikinn Hull í kvöld. „Framkvæmdastjórinn og báðir leikmennirnir yfirgáfu leikvanginn strax og eru komnir til síns heima.“

Bresk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hefðu fallið frá hugmyndum sínum um að hleypa áhorfendum aftur á leiki í ensku úrvalsdeildinni.  Til stóð að leyfa áhorfendur frá og með 1. október.

Síðasta tímabili var frestað vegna kórónuveirunnar eftir að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, greindist með veiruna.