Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

30 ný kórónuveirusmit

21.09.2020 - 11:07
epa08643808 A paramedic places nasal swab sample into a container for Rapid Antigen test of government employee for COVID-19 in Srinagar, the summer capital of Indian Kashmir, 03 September 2020. The administration has started conducting Covid-19 test of the employees in the government offices.  EPA-EFE/FAROOQ KHAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
30 ný innanlandssmit greindust í gær. Öll smitin greindust í einkennasýnatöku. Helmingur þeirra sem greindust smitaðir voru í sóttkví við greiningu. 2.271 sýni voru tekin í gær, þar af 1.512 innanlands.

224 eru nú í einangrun. 2.102 eru í sóttkví og tveir eru á sjúkrahúsi með COVID-19.

Enn eru flestir þeirra sem eru í einangrun hér á landi á aldrinum 18-29 ára, samtals 90 manns. Næst flestir eru á fertugsaldri eða 52.

Á landamærunum greindust þrjú kórónuveirusmit og bíða allir þrír ferðalangarnir eftir mótefnamælingu, svo hægt sé að ganga úr skugga um hvort smitin séu virk eða ekki. Sá eini sem beið eftir mótefnamælingu í gær er með virkt smit.

Nýgengi innlandssmita hér á landi, þe. samanlagður fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, er nú 59,7 smit. Á landamærunum er nýgengi smita aðeins 4,6 smit.

Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag. Þar fara Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir yfir stöðu mála. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri stýrir fundinum í fjarveru Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns sem er í sóttkví.