Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Tjón á Eiðsgranda eftir sjógang í gærkvöld

20.09.2020 - 08:38
Mynd með færslu
 Mynd: Kristján Sigurjónsson - RÚV
Ljóst er að talsvert tjón hefur orðið á umhverfi göngustígs og nýs hjólastígs við Eiðsgranda í Reykjavík eftir mikinn sjógang í gærkvöld. Sjávarstaða var há í gærkvöld og skullu þungar öldur á grjótgarðinum við Eiðgranda í hvassviðri.

Grjóthnullungar, möl og þang þeyttist yfir göngu- og hjólastíga og reif upp grasþökur sem nýlega höfðu verið lagðar við stígana. Mjög varasamt var að vera ferli á þessum slóðum í gærkvöld og má hjólreiðamaður sem fékk yfir sig brimskafl teljast heppinn að sleppa heill frá ósköpunum. Ljóst er að talsvert hreinsunarstarf er framundan á Eiðsgranda. 

Mynd með færslu
 Mynd: Kristján Sigurjónsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Kristján Sigurjónsson - RÚV
kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV