Magnaður Mané skoraði tvö í stórleiknum

epa08684464 Sadio Mane of Liverpool (L) celebrates after scoring his team's opening goal during the English Premier League match between Chelsea vs Liverpool in London, Britain, 20 September 2020.  EPA-EFE/Michael Regan / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Magnaður Mané skoraði tvö í stórleiknum

20.09.2020 - 17:48
Stórleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu stóð heldur betur fyrir sínu. Rautt spjald, vítaspyrna og tvö mörk litu dagsins ljós þegar Liverpool heimsótti Chelsea á Stamford Bridge.

Andreas Christensen varnarmaður Chelsea tók Sadio Mané niður þegar Mané var sloppinn einn í gegn og fékk hann að launum rautt spjald á 45.mínútu. Fyrsta markið kom þó ekki fyrr en í fyrri hálfleik og það var í eigu gestanna. Á 50. mínútu sendi Roberto Firmino inn á teiginn þar sem Sadio Mané skallaði í markið og kom Liverpool 1-0 yfir.

Kepa Arrizabalaga markvörður Chelsea hefur mikið verið gagnrýndur á árinu og það sér ekki fyrir endann á því eftir mistök hans á 54. mínútu sem Mané nýtti sér og skoraði öðru sinni. 2-0 fyrir Liverpool. Chelsea fékk hins vegar líflínu sautján mínútum fyrir leikslok þegar Thiago braut á Timo Werner og Chelsea fékk vítaspyrnu sem Jorginho tók. Alisson markvörður Liverpool varði hins vegar spyrnuna og Liverpool vann leikinn 2-0.