Hjörtur hafði betur gegn Ragnari

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Hjörtur hafði betur gegn Ragnari

20.09.2020 - 16:22
Landsliðsmennirnir Hjörtur Hermannsson og Ragnar Sigurðsson mættust í dag þegar Bröndby vann Kaupmannahöfn í frábærum leik á Parken. Báðir spiluðu þeir allan leikinn fyrir sín lið.

 

Bröndby, lið Hjartar Hermannssonar lenti í kröppum dansi snemma leiks en Kamil Wilczek kom heimamönnum yfir á 12. mínútu en Jesper Lindström jafnaði fyrir Bröndby stuttu síðar. 

Það stefndi allt í jafntefli, allt þar til Mikael Uhre skoraði sigurmarkið fyrir Bröndby í uppbótartíma og tryggði Bröndby annan sigurinn í deildinni í jafn mörgum leikjum. FCK er enn án stiga.