38 smit innanlands í gær

20.09.2020 - 11:11
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Sólveig Klara Ragnarsdó
38 smit greindust innanlands í gær, mun færri en í fyrradag þegar greindust 75 smit. 21 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu.

Mun færri sýni voru tekin innanlands í gær en í fyrradag; í gær voru þau 1.404 en í fyrradag 3.264. 1.077 sýna gærdagsins voru tekin vegna einkenna.

215 eru nú í einangrun og 1.290 í sóttkví. Fjöldi þeirra sem eru í sóttkví hefur aukist um 525 frá því í gær. Eins og í gær eru tveir á sjúkrahúsi. 

Nýgengi smita hækkar enn og er nú komið upp í 51,5.

 
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi