Orðið greiðfært við Skrauthóla

19.09.2020 - 21:28
Mynd með færslu
Frá vettvangi í morgun. Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Búið er að opna veginn á Kjalarnesi við Skrauthóla að sögn Vegagerðarinnar.

Björgunarsveitir voru kallaðar út til að manna lokunarpósta og stýra umferð vegna mikils sjávargangs við Skrauthóla, rétt suður af Grundahverfi, í kvöld.

Þar gekk grjót upp á land og inn á veg svo það truflaði umferð. Stýra þurfti umferð svo hægt væri að hreinsa veginn. Sjávarhæð fer lækkandi næstu tvo klukkutímana og því dregur úr sjávargangi.

Björgunarsveitarfólk var fengið til að beina umferð inn á hjáleið meðan það versta gengi yfir.

Fréttin var uppfærð kl. 23:48.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi