Öldungadeildin tilbúin að staðfesta val Trumps á dómara

epa07836145 (FILE) - People gather to enter the US Supreme Court in Washington, DC, USA, 24 June 2019, (reissued 11 September 2019). According to reports on 11 September 2019, The Supreme Court of the United States (SCOUS) issued an order allowing, the previously blocked, administration ban on asylum seekers crossing the US-Mexico border without seeking and getting denied asylum in Mexico or another country first. The SCOUS order is not a final ruling, but it temporarily allows the administration to apply the ban while it is addressed by lower courts.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
Hús hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington D.C. Mynd: EPA-EFE - EPA
Talið er líklegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni bregðast skjótt við að tilnefna arftaka Ruth Ginsberg við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún lést í dag 87 ára að aldri.

Forsetinn kvaðst í útvarpsviðtali í ágúst vera óhræddur að tilnefna nýjan dómara við réttinn skömmu fyrir forsetakosningarnar í nóvember. „Demókratar myndu gera það, og því þá ekki ég?“ sagði Trump. Þegar er til listi með nöfnum þeirra sem forsetinn velur úr. 

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings kveðst mundu sjá til þess að þingið staðfesti hvern þann sem forsetinn tilnefndi. Trump hefur iðulega sagst ætla að velja dómara sem sé á móti fóstureyðingum og virði rétt Bandaríkjamanna til vopnaeignar.

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, segir það eiga að vera í verkahring viðtakandi forseta að velja nýjan hæstaréttardómara. „Fólkið velur forsetann, og forsetinn velur dómarann sem öldungadeildin staðfestir,“ segir Biden.

Repúblikanar í Öldungadeildinni komu í veg fyrir að Mick Garland, sem Barack Obama tilnefndi, tæki sæti í réttinum árið 2016. Þeir lýstu því þá yfir að næsti forseti Bandaríkjanna ætti að fá að velja dómara enda ætti Obama aðeins eftir að sitja innan við ár.

Viðbúið er að Demókratar muni gera hvað þeir geti til að tefja staðfestinguna fram yfir kosningarnar eftir 46 daga. Það getur orðið þeim erfitt enda hafa Repúblikanar traustan meirihluta í Öldungadeildinni.

Donald Trump minntist Ruth Bader Ginsburg með þeim orðum að hún hafi lifað stórkostlegu lífi. Við Hvíta húsið er flaggað í hálfa stöng. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi