Kvöldfréttir: Þriðja bylgja faraldursins hafin

19.09.2020 - 18:46
Þriðja bylgja faraldursins er hafin. Sjötíu og fimm greindust með COVID-19 í gær. Langflestir smituðust á skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur síðustu helgi. Veitingastaðurinn BrewDog hvetur viðskiptavini sína til að fara í skimun.

Ríkið ætlar áfram að tryggja að flugsamgöngur við Bandaríkin haldist, en samningur við Icelandair um að fljúga vestur um haf rann út í dag. Samgönguráðherra segir saming við flugfélagið hafa kostað minna en gert var ráð fyrir.

Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg lést í gær, 87 ára að aldri. Hún barðist alla tíð fyrir mannréttindum og hennar var minnst víða í dag.

Útgöngubann tekur gildi í hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, eftir helgi. Smitum fjölgar hratt og sums staðar er nýgengið þúsund á hverja hundrað þúsund íbúa. 

Íbúar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi kjósa sér sveitarstjórn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem einnig er kosið til heimastjórna sem ráða ákveðnum málum í hverri byggð.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi