Giannis í elítuhóp - Valinn bestur tvö ár í röð

NBA player Giannis Antetokounmpo, of the Milwaukee Bucks, poses in the press room with most valuable player award at the NBA Awards on Monday, June 24, 2019, at the Barker Hangar in Santa Monica, Calif. (Photo by Richard Shotwell/Invision/AP)
 Mynd: AP

Giannis í elítuhóp - Valinn bestur tvö ár í röð

19.09.2020 - 14:38
Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo kom sér í gær í hóp með goðsögnum íþróttarinnar þegar hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar annað árið í röð.

Eftir að hafa verið hent úr úrslitakeppninni í síðustu viku, ásamt liði sínu Milwaukee Bucks, gat Giannis, sem oftast er kallaður einfaldlega Gríska undrið, huggað sig við það að fá nafnbótina verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar. Valið var tilkynnt í gær.

Þetta er í ellefta skipti sem leikmaður vinnur þessi verðlaun tvö ár í röð og þykir það nokkuð vel gert. Stephen Curry leikstjórnandi Golden State Warriors var síðastur til að afreka þetta árin 2015 og 2016.

Milwaukee Bucks voru eitt allra besta lið NBA deildarinnar á tímabilinu en fundu ekki taktinn í búbblunni í Disney World eftir að deildin var sett af stað að nýju. Niðurstaðan súrt 4-1 tap gegn Miami Heat sem leiðir 2-0 gegn Boston Celtics í baráttunni um titil Austurdeildarinnar