Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

COVID-19 smit á Brewdog

19.09.2020 - 17:41
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Starfsmaður barsins Brewdog á Hverfisgötu í Reykjavík hefur greinst með COVID-19 veikina og er hann talinn hafa smitast af viðskiptavini um síðustu helgi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu staðarins. Viðskiptavinir sem voru á Brewdog föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september eru hvattir til þess að fara í skimun.

Í yfirlýsingu framkvæmdastjóra Brewdog segir að smitrakningateymi hafi haft samband á fimmtudag og upplýst aðstandendur Brewdog að hugsanlega hafi smitaður viðskiptavinur komið á staðinn á föstudaginn fyrir viku. Allt starfsfólk var sent í skimun í gær og reyndist einn smitaður, aðrir ekki. „Þessi umræddi starfsmaður var síðast á vakt um síðustu helgi, var bæði föstudag og laugardag, og hefur ekki komið inná staðinn síðan. Grunur leikur á að hann hafi smitast af gesti frá þessum föstudegi.“

Mynd með færslu
Yfirlýsing Brewdog.