Arsenal marði sigur gegn West Ham - Man.Utd tapaði

epa08682652 Arsenal’s Eddie Nketiah (L) celebrates with Arsenal's Dani Ceballos (R) after scoring the 2-1 during the English Premier League match between Arsenal London and West Ham United in London, Britain, 19 September 2020.  EPA-EFE/Will Oliver / Pool EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Arsenal marði sigur gegn West Ham - Man.Utd tapaði

19.09.2020 - 21:56
Þrír leikir fóru fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal skoraði á lokamínútum leiksins og tryggði sigur gegn West Ham á heimavelli en Manchester United missteig sig gegn Crystal Palace á heimavelli.

Arsenal vann 2-1 sigur á West Ham þar sem Eddie Nketiah skoraði sigurmark Arsenal á 85. mínútu.

Í Manchester mættust Manchester United og Crystal Palace. Palace menn komust yfir snemma leiks með marki frá Andros Townsend, á 72. mínútu klikkaði Jordan Ayew svo úr vítaspyrnu fyrir Palace en tveimur mínútum síðar kom í ljós að David de Gea, markvörður Manchester United, hafði farið af línunni of snemma og vítaspyrnan því endurtekin. Á punktinn fór Wilfred Zaha og skoraði, Donny van de Beek minnkaði muninn en Wilfred Zaha kláraði dæmið fyrir Palace stuttu síðar, lokatölur 3-1.

Þá unnu nýliðar Leeds United fyrsta sigur sinn í úrvalsdeild í dágóðan tíma þegar liðið vann Fulham 4-3. Leeds komst 4-1 yfir í leiknum.