Thomas efstur á öðru risamóti ársins

epa08676152 Justin Thomas of the US on the second hole during the first round of the 2020 US Open at Winged Foot Golf Club in Mamaroneck, New York, USA, 17 September 2020. The 2020 US Open will be played from 17 September through 20 September in front of no fans due to the ongoing coronovirus pandemic.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Thomas efstur á öðru risamóti ársins

18.09.2020 - 07:38
Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas leiðir með eins höggs forskot að loknum fyrsta hring á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hófst í New York ríki í gær. Thomas lék fyrsta hringinn á 65 höggum eða á fimm höggum undir pari vallarins.

Þrír kylfingar koma svo jafnir, einu höggi á eftir Thomas á fjórum undir pari. Það eru þeir Patrick Reed og Matthew Wolff frá Bandaríkjunum og Belginn Thomas Pieters. Norður-Írinn Rory McIlroy, Englendingurinn Lee Westwood og Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen koma svo næstir á þremur undir pari.

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson átti hins vegar erfitt uppdráttar á þessum fyrsta hring og lék hann á þremur höggum yfir pari og er því átta höggum frá efsta manni. Stjörnur á borð við Tiger Woods og Jordan Spieth eru á sömu slóðum og Johnson því báðir léku þeir hringinn líka á þremur undir.

Opna bandaríska meistaramótið er jafnan þriðja og næstsíðasta risamót ársins í golfi. Yfirleitt er það haldið í júní. Vegna kórónuveirufaraldursins var mótinu í ár hins vegar frestað fram í september. Mastersmótið sem átti að vera í apríl var einnig frestað og verður í nóvember og Opna breska meistaramótinu var aflýst. Eina risamótinu í ár sem er þegar lokið er PGA meistaramótið sem haldið var í ágúst. Það átti þó raunar að vera haldið í maí.