Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Staðfest smit í Listaháskólanum

18.09.2020 - 17:19
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Leifur Orri Wilberg - RÚV
Neyðaráætlun Listaháskóla Íslands hefur verið virkjuð eftir að smit kom upp innan skólans. Það var staðfest í morgun, en Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor upplýsti nemendur og starfsfólk um þetta nú síðdegis.

Eins og fréttastofa greindi frá í dag þá var skólanum lokað í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Þá var stefnt að því að opna á ný á mánudag.

Í tilkynningunni sem send var út síðdegis segir að enn sé stefnt að því að opna húsnæði skólans á mánudag. Sóttvarnarhólf skólans þar sem smitið greindist verður sérstaklega þrifið um helgina. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV