21 nýtt smit í gær, tveir á sjúkrahúsi

18.09.2020 - 11:21
Skimun 17. september búið að blörra
 Mynd: RÚV
Af þeim 21 sem greindust í gær var þriðjungur í sóttkví, sjö manns. Tveir eru nú á sjúkrahúsi, 793 í sóttkví og 108 í einangrun. Mikil aukning var í sýnatöku í gær og voru alls 4.004 sýni tekin á landinu. Íslensk erfðagreining tók 1.649 sýni hjá einkennalausum. Einkennasýni ÍE og heilsugæslu voru 998 og 905 voru skimaðir á landamærum. Þrír bíða mótefnamælingar og þrír reyndust í dag með virkt smit eftir mótefnamælingu í gær.

Síðustu tvo daga hafa þrettán bæst við fjölda 18 til 29 ára sem eru í einangrun sem telur nú 33, tólf við fjölda 30 til 39 ára sem eru nú 21 og sjö við fjölda 40 til 49 ára sem er 19 manns  í dag. Sjö á aldrinum 70 til 89 ára eru í einangrun. 

Fjölgað hefu um 356 manns í sóttkví síðustu tvo daga.

 
Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi