Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

163 luku Víðavangshlaupi ÍR í kvöld

18.09.2020 - 01:28
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hundrað sextíu og þrjú luku keppni í Víðavangshlaupi ÍR í kvöld, sem er jafnframt meistaramót í fimm kílómetra götuhlaupi.

Alls hófu 200 hlaupið en Arnar Pétursson úr Breiðabliki kom fyrstur karla í mark og Elín Edda Sigurðardóttir úr ÍR var fyrst kvenna.

Langt er um liðið síðan jafn fáir tóku þátt í hlaupinu en ÍR-ingar segjast hafa verið staðráðnir í að af því yrði þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Hlaupið hefur aldrei fallið niður en hefur þrisvar verið haldið á öðrum degi en á Sumardaginn fyrsta. Í ár þurfti að fresta hlaupinu í annað sinn í sögu þess vegna faraldurs en árið 1949 var því frestað bæði vegna veðurs og Inflúensufaraldurs.

Mynd með færslu
 Mynd: ÍR

Fyrstu þrír karlar í Víðavangshlaupi ÍR og meistaramóti voru Arnar Pétursson, Breiðabliki á tímanum 15:18, Sigurður Örn Ragnarsson, Aftureldingu á 6:09 og Þórólfur Ingi Þórsson sem hljóp á 16:18.

Mynd með færslu
 Mynd: ÍR

Fyrstu þrjár konurnar í Víðavangshlaupi ÍR vour Elín Edda Sigurðardóttir, ÍR á tímanum18:12, önnur var Verena Schnurbus sem hljóp á 18:37 og þriðja Íris Anna Skúladótti úr Fjölni/CFR á19:05. Elín Edda var líka fyrst í meistaramótinu og á eftir henni komu Íris Anna Skúladóttir og Amanda Marie Ágústsdóttir úr Ægi var þriðja á 19:58. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV