Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Trump vill að Repúblikanar styðji björgunarpakka

epa08671775 US President Donald J. Trump waves as he walks on the South Lawn of the White House upon his return from Philadelphia; in Washington, DC, USA, 15 September 2020.  EPA-EFE/Yuri Gripas / POOL
 Mynd: EPA-EFE - ABACA POOL
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur Repúblikana til styðja við nýjan björgunarpakka vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það kallar á verulega aukin fjárframlög úr ríkissjóði.

Trump sagði það sýna kaldlyndi Demókrata að þeir stæðu í vegi fyrir því að heimili og fyrirtæki í vanda vegna faraldursins fengju auknar greiðslur.

Um leið og hann eggjaði samflokksmenn sína til dáða gagnvart fólki í neyð sagði forsetinn því ekki um að kenna að veiran kom frá Kína. Kyrrstaða hefur lengi verið í Bandaríkjaþingi um málið en Demókratar hafa viljað leggja meira fé til málsins en Repúblikanar hafa viljað fallast á. Málamiðlun gæti verið í sjónmáli.

Donald Trump segist vera fylgjandi hærri fjárhæðinni þótt einhverjir samflokksmanna hans séu andvígir henni. Hann kveðst vilja að fólk fái næga peninga til að framfleyta sér.

Demókratar undir forystu Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar þingsins eru taldir vilja hafa varann á gagnvart því að færa Trump vopn í hendur í kosningabaráttunni með því að samþykkja björgunarpakkann.

Bandarískir fjölmiðlar segja Pelosi hafi þó fyrirskipað þingmönnum að halda kyrru fyrir í Washington uns björgunarpakkinn hefði verið afgreiddur. Mark Meadows starfsmannastjóri forsetans segir það jákvætt merki en ítrekar að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki til þess hugsaðar að bjarga fjárhag illa rekinna ríkja.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV