Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Leggur til að krám og skemmtistöðum verði lokað

Mynd með færslu
 Mynd: Bragi Valgeirsson - RÚV
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ætlar að leggja til við heilbrigðisráðherra að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina. Staðan verði síðan endurmetin eftir helgina. Þetta er gert til að bregðast við mikilli fjölgun smita sem Þórólfur segir að megi að mestu leyti rekja til skemmtanahalds.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rætt verður nánar við Þórólf í Kastljósi strax á eftir fréttum, veðri og íþróttum á RÚV.

Almannavarnir og sóttvarnalæknir biðluðu í kvöld til þeirra sem sóttu skemmtistaðinn Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku á morgun, föstudag. Talið sé að þar hafi fjöldi fólks verið útsett fyrir smiti.

Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, greindi frá því í dag að sjö af þeim þrettán sem greindust með kórónuveirusmit í fyrradag væru með sama afbrigði veirunnar sem er rakið til franskra ferðamanna.  Þeir hefðu allir verið á skemmtistaðnum.  15 af þeim 19 sem greindust í gær voru með þetta sama afbrigði.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV