Landssamband lögreglumanna skrifaði undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins síðdegis í gær en viðræður hjá ríkissáttasemjara hafa staðið lengi yfir með hléum. Lögreglumenn höfðu verið án kjarasamnings um eitt og hálft ár frá því að kjarasamningur rann út í apríl í fyrra og er nýr samningurinn að fullu afturvirkur til 1. apríl 2019.