Börðu seljendur með keðju og stálu snjallúri

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson
Leigjandi í miðborg Reykjavíkur kallaði til lögreglu klukkan hálf fjögur í nótt og sakaði leigusala sinn um að hafa komið inn í íbúðina og ráðist á sig. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í Breiðholti var ráðist á fólk sem ætlaði að afhenda væntanlegum kaupanda,   Apple-watch, snjallúr. Kaupandinn var kona sem vildi að þau kæmu með úrið að heimili hennar í Breiðholti. Samkvæmt dagbók lögreglu biðu þar konan og tveir og menn og var fólkið barið með keðju og úrinu stolið.

Tveir menn í annarlegu ástandi sáust sparka í bíla við Grensásveg. Lögregla hafði hendur í hári þeirra eftir að þeir komu sér á brott en þeir gista nú fangageymslur samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Tveir karlar og kona voru stöðvuð í nótt á bifreið sem stolið hafði verið fyrr um daginn. Ökumaður og farþegi reyndu að hafa sætaskipti, en fólkið var handtekið enda ekki í öryggisbeltum auk þess að vera ítrekað svipt ökuréttindum.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi