Beethoven-veisla með Víkingi Heiðari

Beethoven-veisla með Víkingi Heiðari

17.09.2020 - 19:45

Höfundar

Í ár er þess minnst um allan heim að 250 ár eru liðin frá fæðingu Ludwigs van Beethovens.

Af því tilefni leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands lokaþátt Sinfóníu nr. 1 eftir Beethoven undir stjórn Evu Ollikainen, nýskipaðs aðalstjórnanda hljómsveitarinnar og Víkingur Heiðar Ólafsson leikur píanókonsert Beethovens nr. 3. Þá leikur Víkingur með hljómsveitinni Opening úr Glassworks eftir Philip Glass.

Tónleikar hefjast klukkan 20:00, í beinni útsendingu í sjónvarpi og á Rás 1.