Samgönguvika: Sjónum beint að vistvænum samgöngumáta

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Evrópsk samgönguvika hefst í dag, á Degi íslenskrar náttúru, undir yfirskriftinni „Veljum grænu leiðina“ og stendur til 22. september næstkomandi.

Með samgönguvikunni er ætlað að hvetja til vistvænna samgangna. Í ár verður sjónum einkum beint að þeirri þróun að æ fleiri ferðist milli staða á vistvænan hátt.

Í tilkynningu segir að það endurspeglist í fjölgun þeirra sem noti aðra samgöngumáta en einkabílinn. Samgönguvika í ár verður einkum áberandi á samfélagsmiðlum. Fjallað verður um hvaða lærdóm hafi mátt draga af samgöngum í kórónuveirufaraldri og útgöngubanni ásamt því sem hjóla- og göngustígar á höfuðborgarsvæðinu verða kynntir.

Almenningi verður jafnframt boðið að taka þátt í könnun undir yfirskriftinni „Hvaða samgöngukrútt ert þú?“ þar sem með gamansömum hætti er bent á vistvæna valkosti við einkabílinn. Samgönguvikustrætisvagn ekur um götur og stræti höfuðborgarinnar alla evrópsku samgönguvikuna.

Umhverfis- og auðlindaráðherra afhendir tvær viðurkenningar í tilefni Dags íslenskrar náttúru, annars vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og hins vegar Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi