Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Denver Nuggets í úrslit Vesturdeildarinnar

epa08671923 Denver Nuggets center Nikola Jokic (R) of Serbia and Los Angeles Clippers guard Lou Williams (L) reach for the loose ball during the second half of the NBA basketball Western Conference semifinal playoff game seven between the Denver Nuggets and the Los Angeles Clippers at the ESPN Wide World of Sports Complex in Kissimmee, Florida, USA, 15 September 2020.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Denver Nuggets í úrslit Vesturdeildarinnar

16.09.2020 - 09:04
Denver Nuggests vann þriðja leikinn í röð gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt 104-89.

Með því tryggði Denver sig í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mun mæta LA Lakers sem tryggðu sig í úrslitin um helgina. Jamal Murrey átti stórleik fyrir Denver og skoraði 40 stig í leiknum í nótt.

Í Austurdeildinni eru úrslitin farin af stað og þar eigast við Miami Heat og Boston Celtics. Miami hafði betur í fyrsta leik liðanna í nótt, 117-114, í framlengdum leik. Goran Dragic skoraði 29 stig fyrir Miami og Jayson Tatum gerði 30 stig fyrir Bostonliðið. Tatum var einmitt mjög nálægt því að jafna metin í blálokin en Bam Adebayo varðist frábærlega eins og sjá má í tístinu hér að neðan.