Vigdís er svo mikill peppari

Mynd: RÚV / RÚV

Vigdís er svo mikill peppari

15.09.2020 - 09:34

Höfundar

Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar í Gerðubergi er hægt að ganga inn í bókheim Ránar Flygenring, sem gerði bók um Vigdísi Finnbogadóttur í fyrra.

Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar í Gerðubergi er gestum á öllum aldri boðið að ganga inn í söguheim bókarinnar Vigdís. Bókin um fyrsta konuforsetann. Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, hannar sýninguna í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra.

„Eins og lítil stelpa segir í upphafi sýningarinnar, þá fannst henni bókin svolítið lítil þegar hún kom út,“ segir Rán.  „Svo hún vildi gera hana stærri og nú erum við inni í henni. Við setjum þetta upp þannig að fólk gengur inn í anddyrið hjá Vigdísi og svo göngum við inn í húsið hennar, förum í gegnum stofuna, forsetaskrifstofuna, komum við í leikhúsi og endum í garðinum.“

Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar í Gerðubergi er hægt að ganga inn í bókheim Ránar Flygenring, sem gerði bók um Vigdísi Finnbogadóttur í fyrra.
 Mynd: RÚV
Vigdís Finnbogadóttir virðir fyrir sér sýninguna í Gerðubergi.

Rán segir gjörólíkt að vinna sýninguna og bókina þótt myndheimurinn sé sá sami.

„Þetta er náttúrulega svo stórt. Embla Vigfúsdóttir kom með hugmyndina að því að blása bókina svona upp um svipað leyti og ég rakst á kaffihús í Japan sem var gert á þennan hátt, þar sem maður er inn í teiknuðum heimi. Það small allt saman. Síðan er allt annað að teikna í þessum skala heldur en að vera á litlu blaði.“

Vigdís Finnbogadóttir ljáði Rán lið sitt og bauð henni í heimsókn þegar hún vann að bókinni. 

„Hún er svo mikill peppari, það er búið að vera æðislegt að hafa hana á kantinum.“ 

Menningin leit við á sýningunni Heimsókn til Vigdísar. Horfa má á innslagið hér að ofan. 

Tengdar fréttir

Hönnun

Opna lundabúðina Nýlundu í miðju lundavarpi

Bókmenntir

Margrét, Rán og Þórarinn fá barnabókaverðlaun

Myndlist

Klósett verður japanskt kaffihús, fræðibók að skemmtun

Bókmenntir

Brýndi sverð með kampavíni til að verja vísindin