Fólk á göngu í almenningsgarði í Melbourne. Mynd: EPA-EFE - AAP
Byrjað er að slaka á aðgerðum sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins í Viktoríkuríki í Ástralíu, en verulega hefur dregið þar úr staðfestum smitum og dauðsföllum að undanförnu.
Um fimmtíu greindust smitaðir í allri Ástralíu í gær, en enginn lést þar úr COVID-19 í fyrsta skipti í tvo mánuði. Fjöldi smita hefur verið langmestur í Viktoríuríki, en þar hafa verið í gildi strangar aðgerðir og ferðatakmarkanir í nærri sjö vikur.
Í höfuðstaðnum Melbourne verða þær í gildi til 28. þessa mánaðar, en í gær var tilkynnt um styttra útgöngubann um nætur og að fólk fengi lengri tíma til heilsuræktar utandyra.