Sex ný innanlandssmit – helmingurinn í sóttkví

15.09.2020 - 11:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í gær. Aðeins helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 63 eru í einangrun með COVID-19 hér á landi, þar af 43 vegna smita innanlands. Enginn er á sjúkrahúsi með COVID-19.

Á landamærunum greindust tvö kórónuveirusmit en í báðum tilfellum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar til þess að sannreyna hvort smitin séu virk eða ekki. Ríflega eitt þúsund sýni voru greind úr landamæraskimuninni í gær.

479 einkennasýni voru greind hér á landi í gær. Sé litið yfir aldursdreifingu þeirra sem eru í einangrun hér á landi má sjá að lang flestir eru á aldrinum 18-29 ára, eða 18 manns. Níu manns á fimmtugsaldri eru í einangrun og jafn margir á sjötugsaldri. Þá eru fimm á aldrinum 6-12 ára í einangrun. Einn á níræðisaldri er með COVID-19.

 

 
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi