Opinn framboðsfundur verður í kvöld fyrir sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Kosið verður á laugardaginn og fimm listar eru í framboði: Austurlistinn, Framsókn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn.