Hirðingjar á Lyakhovskyðeyjum í Rússlandi fundu heillegt hræ útdauðrar bjarnartegundar. Hræið er einstaklega heillegt, enda lengst af legið í frosinni túndru. Túndran hefur þiðnað síðustu ár og því fannst hræið. Tennur bjarnarins eru nánast heilar sem og trýnið.