Sögulegur sigur Thiem

epa08667451 Dominic Thiem of Austria holds up the Championship Trophy after defeating Alexander Zverev of Germany in the Men's Final match on the fourteenth day of the US Open Tennis Championships the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 13 September 2020. Due to the coronavirus pandemic, the US Open is being played without fans and runs from 31 August through 13 September.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Sögulegur sigur Thiem

14.09.2020 - 00:49
Austurríkismaðurnn Dominic Thiem vann í kvöld opna bandaríska meistaramótið í tennis í einliðaleik karla. Það var heldur betur á brattann að sækja hjá honum þar sem hann tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Þjóðverjanum Alexander Zverev.

Fyrsta settið fór 2-6 og annað settið 4-6 fyrir Zverev. Thiem varð því að skrá sig í sögubækur til þess að hampa titlinum, því enginn hafði unnið opna bandaríska eftir að hafa lent 2-0 undir í settum í rúm 70 ár. Hann vann næstu tvö sett 6-4 og 6-3. Allt jafnt fyrir síðasta settið, sem varð heldur betur spennandi. Zverev komst í 5-3 en Thiem tókst að jafna metin í 5-5 og komst svo yfir, 6-5. Zverev jafnaði, en Thiem marði sigur í bráðabana.