Fimm rauð, fjórtán gul og ásakanir um rasisma

epa08667324 Paris Saint-Germain's Neymar (C) argues with French referee Jerome Brisard (R) during the French Ligue 1 soccer match between Paris Saint-Germain (PSG) and Olympique Marseille at the Parc des Princes stadium in Pa​ris, France, 13 September 2020.  EPA-EFE/Julien de Rosa
 Mynd: EPA

Fimm rauð, fjórtán gul og ásakanir um rasisma

14.09.2020 - 09:15
Mikill hiti var í leikmönnum PSG og Marseille í franska fótboltanum í gær. Upp úr sauð í lokin og veifaði dómarinn spjöldunum grimmt.

Dómarinn Jerome Brisard hafi heldur betur í nógu að snúast. Þó ekki við að dæma mörk því aðeins eitt slíkt var skorað. Florian Thauvin skoraði eina mark leiksins fyrir Marseille á 31. mínútu.

Þegar kom að uppbótartíma var komið að suðupunkti hjá leikmönnum. Brisard hafði þá þegar gefið ellefu gul spjöld í leiknum. Upp úr sauð þegar Dario Benedetto í liði Marseille ýtti við Leandro Paredes, PSG-manni. Sá svaraði með því að hrinda Benedetto og allt fór í háaloft. Layvin Kurzawa hjá PSG og Jordan Amavi hjá Marseille fóru að slást. Paredes og Benedetto fengu sín seinni gulu spjöld og þar með rautt, Amavi og Kurzawa fengu beint rautt.

Enn var ekki öllu lokið. VAR-dómarar gerðu Brisard viðvart um að Neymar hefði slegið Alvaro Gonzalez, varnarmann Marseille. Brisard skoðaði myndbandið og gaf Neymar beint rautt.

Á leið sinni af vellinum gerði Neymar fjórða dómaranum viðvart um að hann hefði aðeins slegið Gonzalez eftir að hafa heyrt rasísk ummæli frá Spánverjanum. Sjónvarpsmyndavélar náðu upptöku af ummælum Neyma við fjórða dómarann.

Neymar hélt ásökunum sínum áfram á Twitter eftir leik og sagði Gonzalez hafa kallað sig apa og hóruson. Hann sagðist bara sjá eftir því að hafa ekki slegið Gonzalez í andlitið í stað hnakkans.

Gonzalez sagði, sömuleiðis á Twitter, að það væri ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta. Hann hefði hreina samviksu og sagði að Neymar þyrfti að læra að taka ósigri.

PSG hefur tapað báðum leikjum sínum í frönsku deildinni í haust og er það í fyrsta sinn síðan 1984 sem það gerist.