Tugir látnir í námuslysi í Kongó

12.09.2020 - 06:45
Erlent · Afríka · Kongó
epa01947501 In this file 18 June 2009 file photo taken in Chudja, Ituri Province in the east of the Democratric Republic of the Congo (DRC) a Congolese artisin mine worker carries gold rich earth out of pit for water processing.  An official report by the
 Mynd: epa
Talið er að minnst fimmtíu séu látnir eftir að gullnáma hrundi saman í austurhluta Kongó. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Eimliane Itongwa, formanni sjálfstæðra samtaka sem fylgjast með velferð námuverkamanna, að slysið hafi orðið eftir mikla rigningu síðdegis í gær að staðartíma.

Fjöldi verkamanna var við námustokkinn. Aurinn hrundi yfir hann og enginn komst undan að sögn Itongwa.

Námuslys eru tiltölulega algeng í óskráðum námum í Kongó, þar sem óvanir menn grafa djúpt eftir gullæðum. Tugir láta lífið á hverju ári. 16 létu lífið í gullnámu í október í fyrra og 43 námuverkamenn létust þegar aurskriða lokaði þá inni í ólöglegri kopar- og kóbaltnámu í júní í fyrra.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi