
Flóttafólk á Miðjarðarhafi flutt milli skipa
Talsmaður skipafélagsins greinir frá því í yfirlýsingu að fólkið, 27 að tölu, sé nú komið um borð í skipið Mare Jonio sem áhugamannasamtökin Mediterranea eiga og reka á Miðjarðarhafi.
Talsmaðurinn segir að andleg og líkamleg heilsa flóttafólksins hafi verið áhyggjuefni enda löng dvöl á hafi úti að baki. Nú taki við greining á heilsufari fólksins en í hópnum er ófrísk kona og barn.
Áhöfn skipsins Etienne brást við ákalli yfirvalda á Möltu um að sækja fólkið 4. ágúst síðastliðinn en síðan þá hefur skipinu verið meinað að leggja nokkurs staðar að landi. Vistaskiptin eru ekki talin tryggja að fólkið fá fast land undir fætur á næstunni.
Tölur frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sýna að á fimmtánda þúsund reyndi að komast frá Líbíu til Evrópu fyrri helming ársins 2020, iðulega með yfirfullum og ótraustum fleyjum.