Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Tilræði við varaforseta Afganistans

epa08655877 People inspect the scene of an explosion in Kabul, Afghanistan, 09 September 2020. According to Kabul Police spokesperson Tariq Aryan, at least 10 people were killed and 15 other wounded during an expolsion targeting Afghanistan's vice president Amrullah Saleh.  EPA-EFE/JAWAD JALALI
Frá vettvangi í Kabúl. Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst tíu létu lífið og fimmtán særðust í sprengjutilræði í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Sprengja sprakk við bílalest Amrullah Saleh, fyrsta varaforseta landsins, en hann sakaði ekki. Lífverðir hans eru hins vegar í hópi látinna og særðra.

Enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér, en Talibanar segjast hvergi hafa komið þar nærri. Stjórnvöld í Kabúl hafa verið að undirbúa friðarviðræður við Talibana í samræmi við samkomulag Talibana og Bandaríkjamanna fyrr á þessu ári. Til stóð að þær hæfust í mars en það hefur tafist vegna deilna um fangaskipti.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV