Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Áfengi dýrast á Íslandi

09.09.2020 - 12:02
Innlent · Áfengi · Eurostat · verðlag
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar V - RÚV
Áfengi er dýrara á Íslandi en í öllum hinum Evrópusambands/EFTA-ríkjunum. Þetta kemur fram í hagtölum evrópsku hagstofunnar Eurostat og Hagstofa Íslands vakti athygli á tölunum í færslu á Facebook í dag.

Verðlag áfengra drykkja var 165 prósentum hærra á Íslandi en að meðaltali í Evrópusambandsríkjum árið 2019. Noregur fylgir fast á eftir Íslandi og Finnland þar á eftir. Innan Evrópusambandsins er áfengisverð hæst í Finnlandi. 

Verðlag óáfengra drykkja er hærra í Noregi, Sviss, Danmörku og á Írlandi en hér á landi og verð á matvöru er hærra í Sviss og í Noregi en á Íslandi. 

Mynd með færslu
 Mynd: Eurostat
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV