Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Tveir jarðskjálftar við Krýsuvík í morgun

07.09.2020 - 09:21
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Tveir jarðskjálftar urðu í grennd við Krýsuvík í morgun. Sá fyrri var 2,8 að stærð klukkan 06:20 og sá síðari var 3,3 að stærð klukkan 06:21. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt.

Veðurstofu Íslands barst ein tilkynning um að skjálftarnir hefðu fundist í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru skjálftarnir hluti af skjálftahrinunni á Reykjanesskaga sem hefur staðið yfir síðustu vikur. Skjálftarnir koma í hviðum, gjarnan litlum hviðum, með fjölda lítilla eftirskjálfta.