
Ekkert lífsmark lengur undir rústum í Beirút
Björgunarsveit frá Síle fann á miðvikudag merki um líf undir rústum byggingar í hverfi nærri höfninni þar sem sprengingin varð. Þegar sérstakur nemi greindi hjartslátt tóku björgunarmenn til við að grafa í rústunum.
Björgunarsérfræðingurinn Francesco Lermanda segir í samtali við fjölmiðla tækin ekki greina neitt lífsmark lengur. Leitarkonur sem fóru inn í loftrými í rústunum fann engan þar.
Haldið verður uppteknum hætti við að tryggja öryggi í hrundum húsum og ekki hætt fyrr endanlega verður gengið úr skugga um hvort fólk liggi undir brakinu. Líkurnar á að finna einhvern á lífi segja björgunarmenn vera um 2%.
Björgunarfólkið frá Síle hefur verið hyllt sem hetjur í borginni og sérfræðingar frá Frakklandi og Bandaríkjunum hafa hlotið mikið lof fyrir framgöngu sína við björgunaraðgerðir.
Að minnsta kosti 191 fórst í sprengingunni og sjö er enn saknað. Minning þeirra látnu var heiðruð á föstudaginn var, með einnar mínútu þögn um landið allt.