Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ekkert lífsmark lengur undir rústum í Beirút

epa08644283 Rescue team from Chile work with Lebanese civil defense in a rescue mission after a scanner and a sniffer dog from the rescue team detected that there might be a survivor under the rubble at Mar Mikhael area in Beirut, Lebanon, 03 September 2020. According to Lebanese Health Ministry, at least 190 people were killed, and more than six thousand injured in the Beirut blast that devastated the port area on 04 August and believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
Björgunarsveit frá Chile við leit í rústunum í Beirút. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ekki heyrist lengur lífsmark undir rústum byggingar í Beirút sem hrundi í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn. Sérstakur nemi leitarmanna nam hjartslátt fyrir nokkrum dögum, en hann greinist ekki lengur.

Björgunarsveit frá Síle fann á miðvikudag merki um líf undir rústum byggingar í hverfi nærri höfninni þar sem sprengingin varð. Þegar sérstakur nemi greindi hjartslátt tóku björgunarmenn til við að grafa í rústunum.

Björgunarsérfræðingurinn Francesco Lermanda segir í samtali við fjölmiðla tækin ekki greina neitt lífsmark lengur. Leitarkonur sem fóru inn í loftrými í rústunum fann engan þar.

Haldið verður uppteknum hætti við að tryggja öryggi í hrundum húsum og ekki hætt fyrr endanlega verður gengið úr skugga um hvort fólk liggi undir brakinu. Líkurnar á að finna einhvern á lífi segja björgunarmenn vera um 2%.

Björgunarfólkið frá Síle hefur verið hyllt sem hetjur í borginni og sérfræðingar frá Frakklandi og Bandaríkjunum hafa hlotið mikið lof fyrir framgöngu sína við björgunaraðgerðir.

Að minnsta kosti 191 fórst í sprengingunni og sjö er enn saknað. Minning þeirra látnu var heiðruð á föstudaginn var, með einnar mínútu þögn um landið allt.