Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Dósent sem laug til um uppruna kennir ekki í haust

05.09.2020 - 07:11
Mynd með færslu
 Mynd: Duke University Press - Twitter
Dósent við George Washington háskólann í Bandaríkjunum sem þóttist vera blökkukona mun ekki kenna við skólann komandi misseri.

Jessica Krug viðurkenndi á fimmtudag að hún hefði um árabil látið sem hún væri þeldökk en væri í raun hvít kona af gyðingaættum.

Hún er sérfræðingur í sögu Afríku og málefnum fólks af afrískum uppruna. Stjórn skólans sagði nemendur og starfsfólk vera í sárum vegna uppljóstrunar Krug og verið væri að meta framhaldið.

Jessica Krug sjálf hefur ekki tjáð sig frekar um málið.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV