Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Enn er leitað að skipverjum á Kínahafi

04.09.2020 - 02:36
epa08643119 A handout photo made available by the Japan Coast Guard (JCG) 10th Coast Guard Headquarters shows Japan Coast Guard officers rescuing a Filipino crew member of the Gulf Livestock 1 cargo vessel, after it sank during Typhoon Maysak in the East China Sea, about 185km west of Amami-Oshima Island, Japan, 02 September 2020 (issued 03 September 2020). One survivor was rescued by JCG with over 40 crew members still missing.  EPA-EFE/JAPAN COAST GUARD 10TH REGIONAL COAST GUARD HEADQUARTERS HANDOUT JAPAN OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - JAPAN COAST GUARD 10TH REGIONAL
Leit stendur enn yfir að fjörutíu skipverjum af flutningaskipi sem hvolfdi í ofsaveðri á austanverðu Kínahafi.

Tveir hafa fundist úr 43 manna áhöfn gripaflutningaskipsins Gulf Livestock 1 sem fórst á miðvikudag. Þrjú skip, fjórar flugvélar og kafarar taka þátt í leitinni að sögn talsmanns japönsku strandgæslunnar.

Maður sem fannst meðvitundarlaus á floti í hafinu fyrr í nótt var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar. 

Neyðarkall barst frá skipinu þar sem það var á siglingu suðvestur af Japan meðan fellibylurinn Maysak geisaði um svæðið. Að sögn Sareno Edvarodo, eftirlifandi skipverja, drapst á einni véla skipsins áður en þung alda skall á og hvolfdi því.

Útgerð skipsins sem hefur aðsetur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur lýst yfir hryggð vegna slyssins og sent aðstandendum áhafnarinnar samúðarkveðjur.

Sömuleiðis harma talsmenn skipafélagsins örlög þeirra sex þúsund nautgripa sem skipið flutti. Dýraverndunarsamtök hafa um nokkra hríð gagnrýnt mjög flutninga á lifandi búfé með skipum.

Fréttin var uppfærð kl. 5:41