Eldur í olíuskipi á Indlandshafi

04.09.2020 - 08:19
Erlent · Asía · Sri Lanka
epa08645368 A handout photo made available by the Sri Lankan Air Force Media shows the Panama-flagged crude oil vessel MT New Diamond on fire off the east coast of Sri Lanka, 04 September 2020. The MT New Diamond, which was carrying 270,000 metric tons of crude oil from Kuwait, was on its way to the Indian port of Paradip when it caught fire.  EPA-EFE/SRI LANKAN AIR FORCE MEDIA HANDOUT HANDOUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Frá slysstað nærri Sri Lanka. Mynd: EPA-EFE - SRI LANKAN AIR FORCE MEDIA
epa08645367 A handout photo made available by the Sri Lankan Air Force Media shows the Panama-flagged crude oil vessel MT New Diamond on fire off the east coast of Sri Lanka, 04 September 2020. The MT New Diamond, which was carrying 270,000 metric tons of crude oil from Kuwait, was on its way to the Indian port of Paradip when it caught fire.  EPA-EFE/SRI LANKAN AIR FORCE MEDIA HANDOUT HANDOUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - SRI LANKAN AIR FORCE MEDIA
Einn fórst en tuttugu og tveimur var bjargað eftir að eldur blossaði upp í olíuskipi á Indlandshafi í gær skammt undan austurströnd Sri Lanka. Her- og björgunarskip sem send voru á vettvang reyna nú að slökkva eldinn og hindra það að hann berist í farm olíuskipsins.

Olíuskipið New Diamond var á leið frá Kúveit til Paradip á Indlandi þegar slysið varð um 60 kílómetra austur af Sri Lanka. Eldurinn kviknaði þegar sprenging varð í vélarrúmi, en hún varð einum skipverja að bana.

Óttast er að eldurinn breiðist út í farm skipsins. Í því eru 270.000 tonn af hráolíu og 1.700 tonn af dísilolíu. Her- og björgunarskip voru send á vettvang í gær og hafa þau reynt að slökkva eldinn án árangurs. Einnig sendi flugherinn á Sri Lanka þyrlu til að aðstoða við slökkvistarf.

Talin er hætta á að olía fari að leka úr skipinu og óttast er veruleg umhverfisspjöll fari allt á versta veg. Þetta er annað slysið á stuttum tíma á Indlandshafi þar sem olíuskip á í hlut.

Japanska olíuskipið Wakashio strandaði þá við Máritíus í síðasta mánuði og olli þar miklum skaða. Meira en eitt þúsund tonn af olíu láku þá í sjóinn.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi