Tólf í sóttkví á Ísafirði

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tólf hafa verið sett í sóttkví í kjölfar þess að tvö kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Nú er unnið að smitrakningu með sýnatökum og mótefnamælingum.

Eftir því sem fram kemur á upplýsingavef almannavarna og landlæknis eru nú 720 í sóttkví á landinu öllu og 95 í einangrun

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi