Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skipverja af týndu skipi bjargað á Austur-Kínahafi

03.09.2020 - 03:03
epa08638384 High waves are generated off the coast of the city of Seogwipo, Jeju Island, South Korea, 01 September 2020, as Typhoon Maysak is approaching the Korean Peninsula..  EPA-EFE/YONHAP SOUTH KOREA OUT
 Mynd: EPA-EFE - YNA
Japanska strandgæslan bjargaði einum skipverja af flutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem saknað er á Suður-Kínahafi. Manninum var bjargað úr úfnu hafinu meðan á leit að skipinu stóð.

Að sögn Reuters fréttastofunnar sendi flutningaskipið út neyðarkall aðfaranótt miðvikudags þegar fellibylurinn Maysak skall á því. Það var á siglingu vestur af eyjunni Amami Oshima á suðvesturhluta Japanseyja.

Skipið, sem siglir undir fána Panama, lagði upp frá hafnarborginni Napier á Nýja Sjálandi áleiðis til Kína 14. ágúst síðastliðinn. Skipverjar eru 43, flestir frá Filippseyjum, tveir Nýsjálendingar og tveir Ástralir. Farmurinn er tæplega 6 þúsund nautgripir en siglingin átti að taka um 17 daga.

Leit stendur nú yfir að skipinu.